Hello allir sammen!
Ég var að klára að blogga fyrir pabba og ef einhver vill kíkja á hvernig daglegt líf er inni á Kvíabryggju þá er slóðin cheforn.blogspot.com og endilega commentið!
Jæja,helgin er afstaðin og þessi vika stefnir bara í nokkuð góða viku. Ég fór í gær með Örnu vinkonu í mótorhjólaskólann þar sem að við fengum fræðslu um gallann, vélina og smá svona ógeðis blómyndir frá slysum ef við erum ekki í flottum leddara...Ég persónulega er búin að ájveða að láta sauma á mig Lucy Lui leddara suit og vera með gylltan glimmer hjálm með bleikum stjörnum á hliðinni...very cool... Í kvöld er svo seinni kennslukvöldið og svo má maður fara og panta tíma hjá kennara fyrir verklega partinn...spennó!!
Helgin bara eiginlega leið, ég var að vinna alla helgina á Mojito og gekk bara ágætlega. Guffi var á staðnum á laugardaginn sem stressaði mig smá en þetta gekk bara nokkuð vel að öðru leyti held ég, jú jú hvað er þetta, þetta gekk vel, allir að kíkja á mig ef þið eigið leið hjá um helgar, það er mjög vinsælt :)
Á sunnudaginn sótti mamma mig eitur snemma og við fjölskyldan -gazzi bro, fórum á Kvíabryggju að heimsækja pabba. Þetta er bara alls ekki slæmur staður skal ég segja ykkur. Þetta er bara allt voðalega opið og libo og eitthvað voðalega heimilislegt... Þetta var allavega mun skárra heldur en Skólavörðustígurinn. Við héngum bara allan daginn að tala saman, spiluðum Trivial og átum kökur þar sem mamma bakaði endalaust. Helvíti fínt að vera svona í fangelsi þarna, það koma llir þvílíkt færandi hendi því þeir vorkenna þér svo mikið...ég benti nú bara góðfúslega á að það eru fleiri sem fyndist ekki leiðinlegt að fá að gjöf mat eða köku....mamma lét þetta komment eins og vind sér um eyru þjóta..það má alltaf reyna. Við vorum hjá pabba allan daginn og svo um kvöldið fór ég til Samma og Rolla og eldaði spaghetti. Hann Rolli var aðstoðarkokkurinn í þetta skiptið og missti sig aðeins í saltinu og ég gat bara setið aðgerðalaus hjá... en þetta var nú samt í lagi :) Svaka fínt að hafa svona sunnudags matarboð þar sem að við erum kannski ekkert að borða neinn sérstakan mat alla vikuna...Það verður nú bara að segjast að þessi strákavinahópur sem við erum svoldið með þessa dagana eru hreinar perlur. Ég held bara að ég hafi aldrei kynnst jafn ligeglad og góðum strákum sem hugsa bara um vináttuna og ást...Voðalega fín hugmyndafræði sem virðist bliva hjá þeim og smitar út frá sér...Manni langar bara að knúsa alltaf og alla eftir að hafa verið í krinugm þá í 10 mínútur..algerir snillingar þar á ferð.
Ég er í svettaranum þar sem að ég og Anna Rakel erum að fara út að skokka, very NY.. Við erum í svona health concsious dæmi þessa dagana þanniðað ég drekk bara endalaust af tei og fer út að skokka...líka kannski pæling ða bá þessum 10 aukakílóium af sér... ég kemst ekki í nein föt lengur..ekki gaman. Arna vinkona er að sauma á mig kjól fyrir miðvikudaginn og hann verður heavy flottur!!oh já
******Allir að djamma á MIÐVIKUDAGINN 16.JÚNÍ*************
bara svona að koma því að :) HMMMM.....er það bara ég eða eru allir að hæta saman? eru ekki líka allir ástsjúkir en enginn að gera neitt í því eða að hössla...allir bara eitthvað ástsjúkir....Ég sat í gærkveldi og las Romeo&Juliet og sonnettur Shakespear sem ætti að lýsa stemmingu þessara daga hjá mér. Mér finnst svo leiðinlegt að vera ekki skotin í neinum..Ég ekki skotin í neinum, hafiði heyrt annað eins?! Ég sem er alltaf skotin í 2-3 strákum í einu er ekki skotin í neinum...þetta er bar hneyksli skal ég segja ykkur. Það er eins og maður verður svona hálf dofin ef maður er ekki skotin í einhverjum...maður vill finna þessi fiðrildi í maganum til að muna að maður er jú í raun og veru lifandi með tilfinningar...ekki það að ég þurfi að láta minna mig á að ég hafi tilfinnigar..síður en svo. Ég er í svona affirmitive action fíling, svoldið spes. Á ég að fara að drífa mig á fund? já ég held það bara og svo smá í vinnuna og svo að skokka.
ég spjalla við ykkur seinna
oh já greinin mín er ekki inn á orðlaus heimsíðunni :)
þriðjudagur, júní 15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli